Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar
Athugið að umsóknarfrestur er liðin.

Matráður í skóla­mötu­neyti Bíldu­dals­skóla

Matráður eða starfs­maður með áhuga á matseld óskast til þess að sjá um mötu­neyti fyrir grunn- og leik­skóla á Bíldudal.


Skrifað: 3. júní 2022

Starfsauglýsingar

Mötuneytið sem er vel útbúið er staðsett í Baldurshaga og koma grunnskólabörnin þangað í hádegisverð en farið er með matinn í leikskólann. Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlum, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu ásamt frágangi og þrifum.

Elda þarf mat fyrir um 25 nemendur í Bíldudalsskóla og um 12 nemendur í leikskólanum Tjarnarbrekku ásamt starfsmönnum skólanna, auk þess sem eldri borgarar geta keypt máltíðir.

Matreiðsla verði samkvæmt viðmiðum gæðahandbókar skólamötuneyta gefin út af Embætti landlæknis.

Matseld fer fram þá daga sem skólastarf er í samræmi við skóladagatal skólanna.

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði matreiðslu eða næringarfræði kostur
  • Reynsla af matreiðslu æskileg
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð og færni í samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2022

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttafélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Ísfold Arnórsdóttir skólastjóri elsa@vesturbyggd.is  sími 450 2333/699 3422 eða Arnheiður  Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs arnheidur@vesturbyggd.is sími 450 2300 og skal umsóknum komið til þeirra.

  • Handbók fyrir skólamötuneyti

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300

Bíldudalsskóli skólastjóri

EÍA

Elsa Ísfold Arnórsdóttir elsa@vesturbyggd.is / 450 2333


Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun