Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ofan­flóða­varnir Urðar­gata, Hólar og Mýrar

Nú stendur yfir kynn­ing­ar­tími frummats­skýrslu vegna fyrir­hug­aðra ofan­flóða­varn­ar­garða á Patreks­firði, fyrir ofan Urðar­götu, Hóla og Mýrar. Í frummats­skýrslu er gerð grein fyrir fram­kvæmd­inni, helstu áhrifa­þáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverf­is­þætti. Umhverf­is­þættir sem eru teknir fyrir í mati á umhverf­isáhrifum eru vist­gerðir, gróður og fuglalíf, vatnafar, jarð­minjar, hljóð­vist, forn­leifar, loft­gæði, snjósöfnun, loftslag, landslag og ásýnd og útivist.


Skrifað: 11. júlí 2018

Fréttir

Fólk er hvatt til að kynna sér efni frummatsskýrslunnar og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða á netfangið skipulag@skipulag.is

Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hana hér fyrir neðan ásamt sérfræðiskýrslum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 7. ágúst 2018.