Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Opið hús um deili­skipulag

Deili­skipulag íbúð­ar­byggðar og ofan­flóða­varn­ar­garða, Urðir-Mýrar ásamt umhverf­is­skýrslu kynnt á opnu húsi.


Skrifað: 2. október 2018

Auglýsingar

Opið hús verður um tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir-Mýrar. Opna húsið verður haldið hjá tæknideild Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, fimmtudaginn 4. október frá kl. 14-16. Forstöðumaður tæknideildar verður á staðnum til að taka við spurningum.

Bent er sérstaklega á að verið er að skilgreina lóðir á íbúðasvæði og geta því lóðir verið að stækka eða minnka eftir því sem við á og eru íbúar sem hagsmuna eiga að gæta beðnir sérstaklega beðnir um að kynna sér deiliskipulagið.

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan auglýst.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300