Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Patreks­dag­urinn 2021

Í dag, 17. mars er haldið upp á Patreks­dag­urinn, en hátíðin er á þjóð­há­tíð­ar­degi Írlands og er dagurinn haldinn hátíð­legur ár hvert.


Skrifað: 17. mars 2021

Fréttir

Í tilefni dagsins verður ýmislegt í boði:

  • Kvikmyndin Raya and the last dragon verður sýnd í Skjaldborgarbíói kl. 16:30. Muna að skrá sig á facebook síðu hjá Skjaldborgarbíó
  • Brenna við Múlann ásamt flugeldasýningu kl. 18:30
  • Grænt þema verður í mötuneyti skólanna í hádeginu
  • Grænt bakkelsi til sölu í Albínu ásamt Patreksdagstilboði á ís úr vél
  • Vel valin græn tilboð í Fjölval
  • Patrekskveðja á samfélagsmiðlum frá Tónlistarskóla Vesturbyggðar
  • Vesturbyggð mun gleðja íbúa og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði með grænu bakkelsi í tilefni dagsins
  • Spilakvöld á Vestur restaurant – Tilboð á barnum í tilefni dagsins
  • Írsk-íslensk stemning með írsku úrvali á barnum á FLAK 19. og 20. mars. Trúbador og alvöru kráarstemning á laugardagskvöldið

Við minnum fólk á að gæta að sóttvörnum og þeir sem vilja geta séð brennuna úr bílum sínum á brennusvæðinu.