Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Rýming vegna snjóflóða­hættu á Patreks­firði

Óvissu­stig vegna snjóflóða­hættu er í gildi fyrir Vest­firði. Snjóað hefur á svæðinu í norð­lægum og aust­lægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veik­leika í snjó­þekj­unni. Spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hvassri NA-átt með snjó­komu og síðan élja­gangi í dag og fram á morg­undag.


Skrifað: 8. febrúar 2022

Auglýsingar

Hluti rýmingarreits 4 á Patreksfirði hefur verið rýmdur og hættustigi lýst yfir. Snjóflóð féllu aðfaranótt mánudags á varnargarða á Patreksfirði. Varnargarður ver hluta reitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja þann hluta sem nú hefur verið rýmdur.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300