Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Samráðs­fundur um stöðu samgöngu­mála á Vest­fjörðum

Samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og Vest­fjarða­stofa bjóða til rafræns samráðs­fundar um stöðu samgöngu­mála mánu­daginn 22. mars kl. 10:00–12:00. Á fund­inum verður fjallað um samgöngumál á Vest­fjörðum, helstu áskor­anir og tæki­færi og valkosti til fram­fara. Boðið verður upp á fjöl­breytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.


Skrifað: 18. mars 2021

Auglýsingar

Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.

Sjá nánar á vef um grænbók um samgöngumál.   Stjórnarráðið | Grænbók um samgöngumál (stjornarradid.is)