Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sérfræð­ingur á hag- og upplýs­inga­sviði

Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga leitar að fram­sæknum sérfræð­ingi í efna­hags- og fjár­málum með reynslu af og þekk­ingu á gagna­grunnum og – vinnslu. Viðkom­andi ber ábyrgð á þróun og rekstri gagna­grunna og grein­ingu gagna.


Skrifað: 14. mars 2022

Starfsauglýsingar

Staðan er auglýst óháð staðsetningu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kemur að þróun nýrra lausna í gagnamálum s.s. vöruhúsgagna, gagnalón o.fl.
  • Vinnur með sviðsstjóra og öðrum sérfræðingum hag- og upplýsingasviðs að öflun, miðlun og úrvinnslu gagna um sveitarfélög
  • Tekur þátt í greiningu á fjármálum sveitarfélaga og efnahagsumhverfi þeirra
  • Innir af hendi önnur verkefni sem sviðsstjóri eða framkvæmdastjóri felur honum

Hæfnikröfur

  • Háskólapróf í hagfræði eða skyldum greinum. Framhaldsnám er kostur
  • Haldgóð þekking á efnahagsmálum og málefnum sveitarfélaga
  • Yfirgripsmikil þekking á hugbúnaði og gagnavinnslu
  • Reynsla af verkefnum á sviði gagnastjórnunar, eins og viðskiptagreind og vöruhúsi gagna
  • Reynsla af gagnagreiningu og framsetningu á gögnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og er nákvæmur í vinnubrögðum
  • Þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2022

Um er að ræða fullt framtíðar starf. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, netfang: sigurdur.snaevarr@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.

Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf sérfræðings á hag- og upplýsingasviði“, berist eigi síðar en mánudaginn 28. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti á samband@samband.is.