Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Störf við Íþróttamið­stöðina Byltu á Bíldudal

Vest­ur­byggð auglýsir eftir starfs­fólki við íþróttamið­stöðina Byltu á Bíldudal.

  • Annars vegar er um að ræða 70% starf og hægt að hefja störf strax. Unnið verður á vöktum til móts við forstöðu­konu á opnun­ar­tíma Byltu.
  • Hins vegar er um að ræða 100% sumarstarf til afleys­inga sumarið 2019. Nákvæmt tímabil er samn­ings­at­riði.

Skrifað: 29. mars 2019

Starfsauglýsingar

Starfsmennirnir starfa í afgreiðslu Byltu og sinna þjónustu við notendur íþróttamiðstöðvarinnar ásamt þrifum. Yfir sumartímann er starfsfólk Byltu einnig umsjónarmenn á tjaldsvæði Bíldudals.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Hæfniskröfur:

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæði og frumkvæði
  • Góð tölvukunnátta
  • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2019

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Páli Vilhjálmssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa á it@vesturbyggd.is eða hjá Arnheiði Jónsdóttir Félagsmálastjóra á arnheidur@vesturbyggd.is.

Umsóknir skulu vera skriflegar og skulu þær berast til Vesturbyggðar á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Íþróttamiðstöðin Bylta.