Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sýslu­mað­urinn á Vest­fjörðum

Staða skrif­stofu­manns á Patreks­firði


Skrifað: 23. desember 2022

Starfsauglýsingar

Helstu verkefni felast í almennri afgreiðslu, samsvörun og annarri upplýsingagjöf, skráningum mála, vinnu við innheimtu gjalda auk annarra tilfallandi verkefna. Sjá má upplýsingar um helstu verkefni embættisins á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Óskað er eftir einstaklingi sem er skipulagður, sjálfstæður og býr yfir góðri almennri tölvufærni. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé jákvæður, þjónustulundaður, eigi gott með  samskipti og geti unnið undir álagi.

Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og Sameykis – stéttarfélag í almannaþjónustu.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2023

Umsókn fylgi kynningarbréf ásamt náms- og starfsferilsskrá.

Frekari upplýsingar veita Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður, netfang jg@syslumenn.is og Sigríður Eysteinsdóttir, staðgengill sýslumanns, netfang sigridur.eysteinsdóttir@syslumenn.is, bæði í síma 458 2400.

Umsóknir skulu berast embættinu í síðasta lagi 10. janúar 2023 á ofangreind netföng. Öllum umsóknum verður svarð þegar ákvörðun um ráðninguna hefur verið tekin.

Umsókn getur gilt í 6 mánuði.