Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Viðhorfs­könnun meðal íbúa Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar

Síðast­liðið ár var ýtt úr vör þverfag­legu rann­sókn­ar­verk­efni sem beinir sjónum að þeim hröðu breyt­ingum sem orðið hafa á Norð­ur­slóðum vegna aukinnar alþjóða­væð­ingar og áskorana sem þeim fylgja. Verk­efnið nefnist ArticHubs og er styrkt af Horizon 2020 áætlun Evrópu­sam­bandsins.


Skrifað: 28. júní 2021

Auglýsingar

ArticHubs leiðir saman 22 samstarfsaðila frá 11 löndum, allt frá Kanada til Rússlands. Megináhersla verkefnisins er á sjálfbærni og seiglu jaðarsvæða á Norðurslóðum með því að þróa aðferðir sem leggja áherslu á heildarsýn og heildarhagsmuni í auðlindanýtingu svæða með langtíma velferð samfélaga að leiðarljósi. Umsjón með verkefninu hér á landi hafa Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Háskólinn á Hólum Þátttökusvæði ArcticHubs verkefnisins á Íslandi eru Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

Hér að neðan er tengill á könnun um viðhorf íbúa í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð til ofangreindra þátta. Það er mikilvægt fyrir gildi könnunarinnar að fá sem flest svör, svo þátttaka þín er mikils metin, jafnframt ef þú getur dreift henni með vinum þínum, ættingjum og vinnufélögum og öllum öðrum sem búa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku og tekur að jafnaði um 10-15 mínútur að svara. Frestur til að svara er til og með 2. júlí

Tengill á könnunina: https://new.maptionnaire.com/q/4bjk4j9lvz7m