Hoppa yfir valmynd

Litlu jólin 20. desember

Litlu jól Patreks­skóla verða haldin hátíðleg 20. desember frá kl. 10:00-12:00


Skrifað: 5. desember 2022

Litlu jólin verða haldin hátíðleg í Patreksskóla 20. desember frá kl. 10:00-12:00. Nemendur þurfa að koma með könnu/mál undir heitt súkkulaði (verður boðið uppá í skólanum) og sætt nesti. Foreldrafélagið sér um að allir fái gjöf frá jólasveininum. Frístund verður opin frá kl. 12:00-15:00 sama dag. Foreldrar barna í frístund eru beðnir um að láta vita í frístund ef barnið mun ekki vera þann 20. desember.

Það gætir misskilnings um að á matseðlinum stendur að litlu jólin séu 16. desember en þann dag er hátíðar hádegismatur í mötuneytinu þar sem öllum er boðið í mat hvort sem þau eru skráð eða ekki.

Í næstu viku (12. – 16. desember) fellur sundkennsla niður þar sem unnið er að viðgerðum á búningsklefunum Bröttuhlíðar. Nemendur fara í íþróttatíma í staðinn.

Skóli hefst að nýju eftir áramót þann 3. janúar samkvæmt stundaskrá, það á einnig við um leikskóladeildina Klif