Hoppa yfir valmynd

Seinkun á skóla­byrjun

Fræðsluráð hefur samþykkt nýtt tíma­sett fyrir Patreks­skóla og tekur það gildi mánu­daginn eftir vetr­arfrí eða 27. febrúar.


Skrifað: 13. febrúar 2023

Í megin dráttum er breytingin sú að kennslustundir hefjast kl. 8:30 í stað 8:10. Skólinn verður samt sem áður opinn frá kl. 7:45 en gæsla verður þangað til kennslustundin byrjar kl. 8:30. Í stað tveggja frímínútna verða einar frímínútur í 20 mínútur og skóladagurinn lengist um 5 mínútur. Skóladeginum hjá yngsta stigi lýkur kl. 13:20, miðstigi 14:00 (miðað við hefðbundna stundaskrá).

Patreksskóli býður uppá hafragraut fyrir yngsta stig (vonandi einnig fyrir mið- og unglingastig í náinni framtíð) milli kl. 8:00 og 8:30 fyrir þá sem vilja.

Helstu rökin fyrir þessari breytingu er að bæta svefn, líðan og nám nemenda og enn fremur að minnka streitu nemenda og starfsfólks. Þá er einnig verið að koma til móts við nemendur sem nýta skólabílinn og samræma skólastarf, skólaakstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Kleifaheiði.

Umsjónakennarar munu senda nýjar stundaskrár innan tíðar.