Hoppa yfir valmynd

Skóla­ball


Skrifað: 15. desember 2022

Fimmtudagskvöldið 15. desember kl. 20:00 – 22:00 verður skólaball fyrir nemendur mið- og unglingastigs Patreksskóla í matsal skólans. Nemendaráðið hefur séð um undirbúning ásamt Katrínu Vignisdóttur, náms- og starfsráðgjafa, sem hefur verið þeim innan handar og hefur umsjón með nemendaráði. Skólaballið er í samstarfi við félagsmiðstöðina Vest End og foreldra.

Aðgangseyrir er 500 kr. og það verður sjoppa á staðnum þar sem hægt er að kaupa gos og nammi.

Þar sem ballinu lýkur seint, fá nemendur leyfi  til að mæta kl. 10:00 á föstudeginum.

Þetta skólaball fellur undir grunnþáttinn lýðræði og mannréttindi þar sem komið er til móts við óskir nemenda enda hafa þau sjálf skipulagt þennan viðburð með stuðningi starfsmanna skólans.