Þjónusta við eldri borgara

Skartgripagerð í Eyrarseli
Skartgripagerð í Eyrarseli
1 af 2

Stuðlað skal að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir lögum nr. 125/199 um málefni aldraðra.

Félagsmálanefnd fer með málefni aldraða í umboði bæjarstjórnar.
Starfsmenn félagsþjónustu Vesturbyggðar sjá um framkvæmd þjónustunnar. Yfirmaður félagsþjónustunnar er Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri arnheidur[hja]vesturbyggd.is.


Eyrarsel - Patreksfirði

Lækur - Bíldudal

 

Tenglar


Heyrnar- og talmeinastöð
Landlæknisembættið
Sjónstöð Íslands
Tryggingastofnun

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is