Kynning á endurskoðuðu hættumati fyrir Bíldudal

                                                         

 Næsta fimmtudag verður endurskoðað hættumat  fyrir Bíldudal til kynningar á skrifstofu tæknideildar Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði frá kl.10.00 - 15.00. Endurskoðað hættumat má nálgast hér: 

http://vedur.is/ofanflod/haettumat/bildudalu/  

Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar frá fimmtudegi 20.júlí 2017. Athugasemdir sendist til Vesturbyggðar ( vesturbyggd@vesturbyggd.is ) 

Athugasemdafrestur er til 24.ágúst 2017

 

Tæknideild Vesturbyggðar.

Jólatónleikar

Jólatónleikar  Tónlistarskóla Vesturbyggðar verða haldnir í Patreksfjarðarkirkju á laugardaginn 12. desember  n.k. kl. 14:00. Aðgangseyrir 500 kr. – renna í hljóðfærasjóð. Allir hjartanlega velkomnir!

Áætlun skólans í desember 2015

07.12.15. - 10.12.15.                                               Kennsla skv. stundaskrá

07.12.15.     Mánudagur                                          Kennsla/æfing á Bíldudal

11.12.15.      Föstudagur        kl.13:00                    Aðalæfing í kirkjunni á Patreksfirði

12.12.15.      Laugardagur      kl.14:00                    Jólatónleikar Tónlistarskóla Vesturbyggðar

                                                                                 í Patreksfjarðarkirkju

14.12.15. - 16.12.15.                                               Kennsla skv. stundaskrá

17.12.15.     Fimmtudagur                                       Jólastemmning

18.12.15.     Föstudagur                                           Litlu jólin í Grunnskólanum á Patreksfirði

21.12.14.     Mánudagur                                           Hefst jólafrí

Samæfing

Fyrsta samæfing Tónlistarskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði skólaárið 2015 – 2016  verður í dag  föstudaginn 16. október  kl 15:00 í skólanum. Allir velkomnir.

Skólasetning

Skólasetning fer fram í Tónlistarskólanum á Patreksfirði,  í dag miðvikudaginn 26. ágúst 2015. kl.17.00.

 

Verið velkomin í

Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Innritun haustönn 2015

 

Kennslugreinar.

Kennt verður á píanó, hljómborð,  gítar, bassa, trommur, fiðlu  og blokkflautu. Einnig verður kenndur söngur eins og t.d.  klassískur, jass, popp og rokk söngur, sönghópur / hópar, samsöngur, samspil nemenda tónfræði, tónheyrn og fl.

 

Innritun fer fram í Tónlistarskólanum á Patreksfirði:

      21.ágúst nk. frá kl. 10:00 til 12:00

      24.ágúst nk. frá kl. 14:00 til 17:00

      25.ágúst nk. frá kl. 14:00 til 17:00

      26.ágúst nk. frá kl. 12:00 til 15:00

Á Bíldudal 24. ágúst nk. frá kl. 11:00 til 13:00

Á Birkimel 25. ágúst nk. frá kl. 11:00 til 13:00.

 

Sími í Tónlistarskólanum er : 450-2340.

netfangið: tonlistarskoli@vesturbyggd.is

Nánari upplýsingar veti Mariola Kowalczyk í síma  861 - 6184.

 

Gjaldskrá fyrri annar til áramóta 2015.

Skólagjald, forskóli                         16.865 kr.

Skólagjöld börn                                  6-9 ára                              10-18 ára                            18 ára og eldri

Fullt hljóðfæranám                        kr. 23.340                            kr   29.860                           kr. 53.090

2/3 nám                                              kr  15.560 .                          kr.  19.908                           kr. 35.394

1/2 nám                                              kr. 11.670                            kr.  14.930                           kr. 26.545

1/3 nám                                              kr.   7.780                            kr.    9.954                           ********

Hljóðfæraleiga                                 kr.   5.325                            kr.   5.325                         kr.15.200

Staðfestingargjald, óafturkræft, hver önn 5.430 kr.

Fjölskylduafsláttur (aðeins fyrir yngri en 18 ára ) er 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja, og 75% fyrir fjórða. Nemandi sem hættir í skólanum skal greiða fyrir þá önn sem byrjuð er.

Kennari við skólann í vetur verður: Mariola Kowalczyk.

Ég býð ykkur velkomin til samstarfs.

Kennari

Skólaárið 2014 - 2015

Skólaslit Tónlistarskóla Vesturbyggðar fóru fram 1. júní 2015. Þremur nemendum voru veitt  verðlaun. Öll verðlaun sem veitt voru nemendum fyrir framúrskarandi námsárangur var kostaður,  eins og í fyrra, af Hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Verðlaunin fólust í nótnabókum og geisladiskum. Nokkrir nemendur fluttu tónlistaratriði við skólaslitin. Allir nemendur skólans fengu afhent prófsskírteini og staðfestingu þess efnis að þeir tóku þátt í skólastarfinu.Ég þakka nemendum og öllum þeim sem komu að skólastarfinu með einum eða öðrum hætti fyrir samstarfið í vetur.

Gleðileg sumar.

Skólastjóri.

Skólaslit

Skólaslit Tónlistarskóla Vesturbyggðar fara fram mánudaginn 1. júní 2015. kl. 17:00 í félagsmiðstöðinni í grunnskólanum á Patreksfirði.

Vortónleikar

Vortónleikar Tónlistarskóla Vesturbyggðar verða haldnir í Patreksfjarðarkirkju á laugardaginn 9. maí n.k. kl. 14:00. Aðgangseyrir 500 kr. – renna í hljóðfærasjóð. Allir hjartanlega velkomnir!

Aðalæfing

Föstudaginn 8. maí kl.13:00 í Patreksfjarðarkirkju verður aðalæfing fyrir vortónleika Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Atburðadagatal
Næstu atburðir
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is