Melódíur minninganna

Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar Melódíur minninganna er til húsa í Reynimel, Tjarnarbraut 5 á Bíldudal.

 

Frá 1. júní til 1. október er safnið opið frá kl. 13-18 alla virka daga og eftir samkomulagi utan þess tíma. Síminn hjá Jóni er 456 2186 og 847 2542. Svo er líka hægt að banka á hurðina upp á gamla mátann.

 

Safnið var formlega opnað á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2000. Á safninu kennir margra grasa og þar er stiklað á stóru í tónlistarsögu landsins.

 

Safnið er tileinkað mörgu af því dásamlega fólki sem Jón Kr. hefur kynnst í gegnum tónlistina. Nægir hér að nefna listamenn eins og Hauk Morthens, Sigfús Halldórsson, Jón Sigurðsson, Svanhildi Jakobsdóttur, Ólaf Gauk, systkinin Ellý og Vilhjálm Vilhjálmsbörn, Svavar Gests, Ragnar Bjarnason, Helenu Eyjólfsdóttur, bræðurna Ingimar og Finn Eydal, Önnu Vilhjálms og Örvar Kristjánsson.


Tónlistarsafnið byggist að mestu á innrömmuðum hljómplötum, plötuumslögum, myndum og munum sem áður voru í eigu landsþekktra listamanna.

 

 

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is