SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR laugardaginn 26. maí 2018

Kjörstaðir í Vesturbyggð og upphaf kjörfunda verða sem hér segir:

Patreksfjörður

Kosið í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Kjördeildin opnar kl. 10:00.

Bíldudalur

Kosið í Baldurshaga félagsheimilinu á Bíldudal.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Krossholt

Kosið í Birkimelsskóla.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.

Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunum Aðalstræti 63, Patreksfirði og á skólaskrifstofunni í Skrímslasetrinu, Bíldudal.

Vesturbyggð, 9. maí 2018.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Meira

Vesturbyggð styrkir einn nemanda til náms við Lýðháskólann á Flateyri

Vesturbyggð hefur gert samning við Lýðháskólann á Flateyri þess efnis að sveitarfélagið auglýsir eitt skólapláss laust fyrir nemanda við skólann og um leið niðurgreiðir sveitarfélagið alfarið skólagjöld fyrir viðkomandi nemanda skólaárið 2018-2019.

Um plássið geta allir þeir einstaklingar sótt sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári og uppfylla eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:

Einstaklingur búsettur í Vesturbyggð eða frá Vesturbyggð

Sótt er um skólaplássið á vef skólans.  

Þegar sótt er um er nauðsynlegt að í dálkinum Er fleira sem þú vilt að komi fram? sé tekið fram að umsóknin vísar á skólapláss auglýst af Vesturbyggð. Einnig skulu tengsl umsækjanda við Vesturbyggð tekin fram. 

Ákvörðun um val á umsækjendum verður í höndum Lýðháskólans á Flateyri. 

Ef þörf er á nánari upplýsingum um umsóknina eða annað, er velkomið að hafa samband við Helenu Jónsdóttur, skólastjóra Lýðháskólans á Flateyri í síma 661 7808 eða með tölvupósti á skolastjori@lydflat.is.

Nánari upplýsingar um Lýðháskólann á Flateyri, námið og annað er að finna á vef skólans www.lydflat.is.


Meira

Fiskeldi í Patreksfirði

Mánudaginn 28 maí kl 16:00 ætlar Arctic Fish og Arnarlax að halda kynningar og upplýsingafund um fiskeldi og fiskeldisáform í Patreksfirði. Fundurinn verður haldin í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Forsvarsfólk fyrirtækjanna munu fara yfir starfsemina, framtíðaráform, svara spurningum og hlusta eftir sjónarmiðum íbúa.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Starfsfólk Arctic Fish og Arnarlax


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is