Íþróttakennari/Íþróttaþjálfari óskast í sumar!

Sveitarfélaginu Vesturbyggð og íþróttafélögum á sunnanverðum Vestfjörðum vantar fólk til starfa sumarið 2018.
Um er að ræða 100% starf í íþróttageiranum. Í starfinu felst:

Umsjón og kennsla á íþrótta- og leikjanámskeiðum á sunnanverðum Vestfjörðum.
Þjálfun í knattspyrnu, sundi og/eða frjálsum íþróttum í samstarfi við þá þjálfara sem fyrir eru.
Aðstoð og afleysing við framkvæmdarstjóra Héraðssambandsins Hrafna-Flóka.
Þjálfun/fararstjórn á mót sumarsins.

 


Meira

Kraftur Jurta - listasýning

image

Fyrsta listasýningin í Húsinu-Gömlu Verbúðinni opnar föstudaginn 23. mars næstkomandi klukkan 18:00. Sýningin er lokaverkefni Dagrúnar Írisar í grafískri hönnun frá Myndlistarskólanum á Akureyri. Dagrún Íris myndskreytti og endurgerði á nútímalegan hátt gamalt rit frá árinu 1880 er ber nafnið “Lítil Ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta eptir ýmsa höfunda” og er safnað saman af Jóni Jónssyni garðyrjumanni. Ritið fjallar um lækningamátt og vinnslu nokkura jurta sem finnast í íslenskri náttúru. Sýningin verður sýnd til 17. apríl og er opið alla virka daga frá 10:00-17:00 og á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00 í Húsinu-Gömlu Verbúðinni, Eyrargötu, Patreksfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburðing hér.


Meira

Umhverfissjóður íslenskra Fjallaleiðsögumanna

image

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018.
 

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins;


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is