Ný heimasíđa Leikskóla Vesturbyggđar

Það er gaman að segja frá því að ný heimasíða leikskóla Vesturbyggðar hefur verið tekin í notkun. Útlit síðunnar er skemmtilegt og er hún auðveld í notkun og aðgengileg. Julie Gasiglia hönnuður hjá hönnunarstúdíóinu Býfluga, sem staðsett er í Merkisteini, Aðalstræti 72, hannaði síðuna. Meira efni verður sett inn á síðuna á næstu dögum og svo verður hún að sjálfsögðu uppfærð reglulega með nýjum myndum og fréttum. Hægt er fara inn á síðuna bæði með því að slá inn araklettur.is og tjarnarbrekka.is.

www.tjarnarbrekka.is

www.araklettur.is

 


Meira

Vesturbyggđ auglýsir starf umsjónamanns félagsheimilisins Baldurshaga og forstöđumanns íţróttamiđstöđvarinnar Byltu á Bíldudal laus til umsóknar

Í starfinu fells meðal annars:

  • Umsjón með húseign, tækjum og innanstokksmunum.
  • Starfsmannahald
  • Skipulag á starfsseminni
  • Gengur vaktir á við aðra starfsmenn.
  • Heldur að hluta til utan um rekstur.
  • Ýmis tilfallandi verkefni
  • Þrif.

Starfsmaður þarf að geta haft yfirsýn yfir starfssemina, vera skipulagður og fær í mannlegum samskiptum.

Hægt er að sækja um annað starfið eða bæði.

Um er að ræða hlutastarf hvort sem það er samsett eða ekki.

Launakjör samkvæmt kjarasamningum FosVest.

 Starfið hentar báðum kynjum.

 

Umsóknafrestur er til 12.maí 2017

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

 

Frekari upplýsingar gefur

 Arnheiður Jónsdóttir

arnheidur@vesturbyggd.is

Sími 450-2300

 


Meira

Uppbyggingarsjóđur Vestfjarđa auglýsir aukaúthlutun

image

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða býður íbúum fjórðungsins í annað sinn á þessum vetri að sækja í sjóðinn.

Umsóknafrestur er til miðnættis 7. maí 2017.

Á heimasíðu Fjórðungssambandsins er minnst á að umsóknir kunna að hafa verið misvel unnar þótt ýmsar góðar hugmyndir hafi borist. Því eru allir hvattir til að sækja um að nýju en að vanda vel til verksins og fá aðstoð atvinnuþróunarfulltrúa.

Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum.  

Sjá hér: http://vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/


Meira
Kortasjá af Vesturbyggð
KortaSjá Loftmynda
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is