Bókasöfn
Í sveitarfélaginu eru starfandi þrjú sjálfstæð bókasöfn, eitt í hverjum byggðakjarna. Þó bókasöfnin starfi sjálfstætt er mikil samvinna þeirra á milli og gildir bókasafnsskírteini frá einu þeirra á hin söfnin. Þá geta lánþegar einnig tekið bók að láni á einu safni og skilað á öðru. Ásamt útlánum bóka þjónusta söfnin einnig grunn- og leikskólum hvers byggðarkjarna, frístundarstarfi og standa þau fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum.