Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #59

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Patrekshöfn - Skoðun á öryggismálum og búnaði

Lögð fram til kynningar öryggisúttekt Slysavarnardeildarinnar Unnar á hafnasvæðinu á Patreksfirði. Í úttektinni fór deildin fyrir öryggisbúnað og aðstöðu á hafnarsvæðinu. Samkvæmt skoðuninni eru öryggismál hafnarinnar alveg í ágætu standi.

Hafna- og atvinnumálaráð þakkar Slysavarnardeildinni Unni kærlega fyrir úttektina og felur hafnarstjóra að fylgja eftir þeim athugasemdum sem gerðar eru við öryggismál á höfninni.

    Málsnúmer 2404019

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Framkvæmdir og verkefni Hafnasjóðs 2024

    Hafnarstjóri kynnti framkvæmdir hafnasjóðs 2024. Helstu verkefni ársins eru:

    Patrekshöfn:
    Ný 50m flotbryggja með viðlegufingrum.
    Stofndýpkun, 6000m3 dýpkun innan hafnar.

    Bíldudalshöfn:
    Viðlegufingur á flotbryggju
    Færsla á siglingaverndargirðingu.
    Hönnun/skoðun á nýrri smábátaaðstöðu innan við hafnargarð á Bíldudal.

    Brjánslækjarhöfn:
    Aðstöðuhús fyrir hafnarvörð.

    Þá verður unnið áfram að snyrtingu umhverfis á öllum höfnunum, endurnýjun og lagfæringar á dekkjamottum, legufæri fyrir skemmtiskútur bæði við Patrekshöfn og á Bíldudal. Nýtt sorpgerði við Brjánslæjkjarhöfn.

      Málsnúmer 2404022

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50