Hoppa yfir valmynd

Hafnarbakki 12, Patreksfirði - umsóknir um lóð.

Málsnúmer 2402025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls hafa borist 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson.

Um er að ræða 600m2 iðnaðar- og athafnalóð á hafnarsvæði Patrekshafnar, nýtingarhlutfall lóðar er 1. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hefðbundnum iðnaði, fiskverkun, fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar.

Á 54. fundi hafna- og atvinnumálaráðs bókaði ráðið að lóðin væru ætluð undir hafnsækna starfsemi.

Samkvæmt 5. gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða skal dregið um hver umsækjenda fái lóð úthlutað, sæki fleiri en einn um lóð. Þá segir í 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir hafnir Vesturbyggðar að hafnarstjórn hafi ákvörðunarvald um rekstur hafnanna, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, þ.m.t. leigu á húsnæði í eigu hafnanna og landi í eigu þeirra.

Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og óskar eftir að ráðið meti hvernig áform umsækjenda falli að skipulagi svæðisins áður en dregið er úr hópi umsækjenda.

Þá leggur ráðið til að dregið verði um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.




15. febrúar 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls hafa borist 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson.

Um er að ræða 600m2 iðnaðar- og athafnalóð á hafnarsvæði Patrekshafnar, nýtingarhlutfall lóðar er 1. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hefðbundnum iðnaði, fiskverkun, fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar.

Á 54. fundi hafna- og atvinnumálaráðs bókaði ráðið að lóðin væru ætluð undir hafnsækna starfsemi.

Samkvæmt 5. gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða skal dregið um hver umsækjenda fái lóð úthlutað, sæki fleiri en einn um lóð. Þá segir í 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir hafnir Vesturbyggðar að hafnarstjórn hafi ákvörðunarvald um rekstur hafnanna, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, þ.m.t. leigu á húsnæði í eigu hafnanna og landi í eigu þeirra.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og óskaði eftir að ráðið myndi meta hvernig áform umsækjenda falli að skipulagi svæðisins áður en dregið er úr hópi umsækjenda.

Þá lagði skipulags- og umhverfisráð til að dregið yrði um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fengi lóðina úthlutaða.Einar Helgason og Jónína Helga Sigurðardóttir Berg véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Hafna- og atvinnumálaráð metur sem svo að umsóknir og áform allra umsækjenda um lóðina samræmist þeim skipulagsskilmálum sem tilgreindir eru í gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og leggur til að dregið verði um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.

Einar Helgason og Jónína Helga Sigurðardóttir Berg komu aftur inn á fundinn.




27. febrúar 2024 – Bæjarráð

Teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls bárust 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson.

Málið var tekið fyrir á 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem bókað var að dregið yrðu um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.

Bæjarstjóri stjórnaði útdrætti um hver fyrrgreindra umsækjenda fengi lóðina. Héðinn Hákonarson var dreginn úr hópi umsækjenda. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Héðins Hákonarsonar.




20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Á 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs voru teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls bárust 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

Hlemmavideo ehf.
Oddur Þór Rúnarsson
Guðbjartur Gísli Egilsson
Eskiberg ehf.
Héðinn Hákonarson

Skipulags- og umhverfisráð bókaði að dregið yrðu um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fengi lóðina úthlutaða.

Á 978. fundi bæjarráðs var útdráttur um hver fyrrgreindra umsækjenda fengju lóðina úthlutaða. Héðinn Hákonarson var dreginn úr hópi umsækjenda. Bæjarráð samþykkti að lóðinni yrði úthlutað til Héðins Hákonarsonar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

Einar Helgason vék af fundi

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Héðni Hákonarsyni byggingarlóðinni að Hafnarbakka 12, Patreksfirði.

Einar Helgason kom aftur inn á fundinn.