Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Málsnúmer 2402036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2024 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna samnings við Brunavarnir Suðurnesja um eldvarnareftirlit á árinu 2024. Kostnaðurinn við samninginn eru 3.750.000 og tekjur á móti uppá 938.000 sem er hlutur Tálknafjarðarhrepps í samningnum. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps.
Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 53.794 þúsund í A huta og verður 50.982 þúsund. Í A og B hluta lækkar úr 113.607 þúsund í 110.795 þúsund.
Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 25.146 þúsund í 22.334 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 99.409 þúsund í 96.597 þúsund.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna samnings við Brunavarnir Suðurnesja um eldvarnareftirlit á árinu 2024. Kostnaðurinn við samninginn eru 3.750.000 og tekjur á móti uppá 938.000 sem er hlutur Tálknafjarðarhrepps í samningnum. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps.
Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 53.794 þúsund í A huta og verður 50.982 þúsund. Í A og B hluta lækkar úr 113.607 þúsund í 110.795 þúsund.
Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 25.146 þúsund í 22.334 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 99.409 þúsund í 96.597 þúsund.

Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 979. fundi sínum þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjartjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukanna samhljóða.




16. apríl 2024 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fyrirkomulagi á vaktsíma vegna barnaverndar. Kostnaður vegna viðaukans eru 2.182 þúsund og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 50.982 þúsund í A hluta og verður 48.800 þúsund. Í A og B hluta lækkar handbært fé úr 110.795 þúsund í 108.613 þúsund.
Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 22.334 þúsund í 20.152 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 96.597 þúsund í 94.415 þúsund.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




24. apríl 2024 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fyrirkomulagi á vaktsíma vegna barnaverndar. Kostnaður vegna viðaukans eru 2.182 þúsund og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 50.982 þúsund í A hluta og verður 48.800 þúsund. Í A og B hluta lækkar handbært fé úr 110.795 þúsund í 108.613 þúsund.
Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 22.334 þúsund í 20.152 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 96.597 þúsund í 94.415 þúsund.

Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 981. fundi sínum þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjartjórnar til staðfestingar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukan samhljóða.