Hoppa yfir valmynd

Þúfneyri. Umsókn um leyfi fyrir spennistöð og jarðstreng.

Málsnúmer 2403023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 27. febrúar 2024. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng og um 8m2 spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning af áformaðri lagnaleið og spennistöðinni. Spennistöðin er ætluð til landtengingar á fóðurpramma.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að framkvæmdin hafi ekki veruleg áhrif á umhverfið og að hún sé undanþegin framkvæmdaleyfi. Varðandi leyfi fyrir spennistöðinni þá vísar ráðið málinu áfram til byggingarfulltrúa.