Hoppa yfir valmynd

Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða

Málsnúmer 2404021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2024 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 5. apríl 2024, ásamt tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir Vestfirði. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hvetur sveitarstjórnir til að samþykkja lýsinguna þannig að kynningar og samráð geti hafist samhliða gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029.

Lilja Magnúsdóttir formaður svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




24. apríl 2024 – Bæjarstjórn

Lagt er fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 5. apríl 2024, ásamt tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir Vestfirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 981. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti og AVR

Bæjarstjórn Vestugbyggðar að tilllögu bæjarráðs samþykkir skipulags- og matslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða