Aðdrag­andinn

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarð­ar­hreppur eiga langa sögu af farsælu samstarfi sín á milli.

Upphaf samein­ing­ar­ferl­isins má rekja til valkosta­grein­ingar á samein­ing­ar­kostum sem varpaði ljósi á að helstu áherslu­at­riði í samein­inga­við­ræðum væru þær sömu hjá sveit­ar­fé­lög­unum. Þar voru efst á lista bættar samgöngur á milli þétt­býliskjarna sveit­ar­fé­lag­anna með göngum undir Mikladal og Hálfdán.

Í fram­haldinu var ákveðið að skipa verk­efn­is­stjórn um mögu­lega samein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna sumarið 2022. Verk­efn­is­stjórnin lagði síðan til við sveit­ar­stjórnir sveit­ar­fé­lag­anna snemma árs 2023 að farið yrði í form­legar viðræður um samein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna. Í febrúar 2023 var samþykkt á fundi sveit­ar­stjórna beggja sveit­ar­fé­laga að hefja form­legar samein­ing­ar­við­ræður sem enduðu á íbúa­kosn­ingu um samein­ingu í október sama ár. Afger­andi meiri­hluti íbúa kaus með samein­ing­unni.