Kosn­ingar til heima­stjórna - saman­tekt

Hver eru í framboði til heimastjórna?

Allir íbúar 18+ eru í fram­boði og hægt er að kjósa um þá alla. Hér er listi yfir þau sem gefa sérstak­lega kost á sér.


Á ég að kjósa í allar heimastjórnirnar?

Nei, þú kýst bara í heima­stjórn þess svæðis sem þú býrð á. Ef þú býrð á Bíldudal kýstu bara í heima­stjórn Arnar­fjarðar, ef þú býrð á Tálkna­firði kýstu bara í heima­stjórn Tálkna­fjarðar og svo fram­vegis.


Hvað kýs ég marga einstaklinga?

Þú kýst einn einstak­ling í þína heima­stjórn.


Hvað skrifa ég á kjörseðilinn?

Þú skrifar fullt nafn og heim­il­is­fang þess sem þú kýst. Á hverjum stað er kjör­skrá með lista yfir öll sem eru kjörgeng.


Hvað eru mörg í heimastjórn?

Í hverri heima­stjórn eru þrír full­trúar, þar af tveir kosnir í heima­stjórn­ar­kosn­ingum og einn valinn af bæjar­stjórn.


Hvenær á ég að kjósa á kjördag?

Kjör­dagur er laug­ar­daginn 4. maí, kjör­deild opnar kl. 10:00 á Patró og Tálkna­firði en kl. 12:00 á Bíldudal og Kross­holtum.

Ákveðnar reglur gilda um hvað kjör­staðir mega vera opnir lengi, en það verður að minnsta kosti átta klukku­tímum frá því að kjör­fundur hófst en ekki síðar en kl. 22:00. Það þýðir að kjör­fundi verði slitið á bilinu kl. 18:00 til kl. 22:00 á Patró og Tálkna­firði, en á bilinu kl. 20:00 til kl. 22:00 á Bíldudal og Kross­holtum.

Kjör­fundi má þó slíta er allir sem á kjör­skrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukku­stundir ef öll kjör­stjórnin og umboðs­menn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukku­stund liðin frá því að kjós­andi gaf sig síðast fram.


Má ég kjósa?

Hér getur þú flett upp hvort þú sért á kjör­skrá.


Hvað eru heimastjórnir?

Hér má lesa nánar um heima­stjórnir. Fjórar heima­stjórnir verða starf­andi í sveit­ar­fé­laginu:

  • Heima­stjórn Arnar­fjarðar
  • Heima­stjórn Tálkna­fjarðar
  • Heima­stjórn Patreks­fjarðar
  • Heima­stjórn Rauðasands­hrepps og Barða­strandar

Mark­miðið með heima­stjórnum er að heima­menn hafi aðkomu að ákvörð­unum sem varða nærum­hverfi sitt og geta ályktað um málefni sem snýr að viðkom­andi byggð­ar­lagi og komið málum á dagskrá bæjar­stjórnar.


Hvar á ég að kjósa á kjördag?

Hér getur þú flett upp hvar þú átt að kjósa.


Ég kemst ekki að kjósa á laugardaginn 4. maí, hvað geri ég þá?

Þá kýst þú í ráðhúsi Vest­ur­byggðar að Aðalstræti 75, Patreks­firði á opnun­ar­tíma. Síðasti dagur til að kjósa fyrir laug­ar­daginn er á föstu­daginn 3. maí.

Opnun­ar­tímar ráðhússins:

mánu­daga-fimmtu­daga: kl. 10:00-12:30 og kl. 13:00-15:00

föstu­daga: kl. 10:00-13:00

Athugið að utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum fer fram annars staðar. Sjá meira um það hér.


Ég bý á Rauðasandi, kýs ég til heimastjórnar í Birkimel eða á Patró?

Á Patró í félags­heim­ilinu, líkt og í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum.


Spurningum mínum er enn ósvarað

Á þessari síðu má finna upplýs­ingar um flestallt er viðkemur heima- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum, samein­ing­unni og fleira.

Hægt er að senda fyrir­spurnir á sameining@vest­ur­byggd.is. Þá má einnig hringja í ráðhús Vest­ur­byggðar á opnun­ar­tíma í síma 450 2300 eða á skrif­stofu Tálkna­fjarð­ar­hrepps á opnun­ar­tíma í síma 450 2500. Einnig má senda skilaboð á Vest­ur­byggð á Face­book.