Félagsmiđstöđvar

 

 

Félagsmiðstöðin Vest-End

Félagsmiðstöðin Vest-End er til húsa í Grunnskóla Patreksfjarðar, efri hæð í „neðri skóla" og er hún sameiginleg fyrir Vesturbyggð.

Félagsmiðstöðvarráð starfar við Vest-End og í því sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félagsmiðstöðvarráð hefur það hlutverk að skipuleggja og halda utan um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við forstöðumann.

Félagsmiðstöðin býður upp á akstur frá öðrum hverfum, sem auglýstur er með fyrirvara.

 

Opnunartími er sem hér segir:
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 19.30-21.30
Föstudaga frá kl. 20.30-23.00

Sími: 450 2378
Netfang: unglingar@vesturbyggd.is
Veffang: http://blog.patro.is/vestend/

 

Útivistarreglur

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessi miðast við fæðingarár.

 

Forvarnargildi

Skipulagt félagsstarf unglinga og ungmenna hefur mikilvægt forvarnargildi, bæði beint og óbeint. Mikilvæg fræðsla á sér stað í félagsmiðstöðvum víða um land og þátttaka foreldra í því starfi er ómetanleg. Elskum óhikað!

 

Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is