Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðin Vest-End

Félagsmiðstöðin Vest-End er til húsa í Grunnskóla Patreksfjarðar, efri hæð í „neðri skóla" og er hún sameiginleg fyrir Vesturbyggð.

Félagsmiðstöðvarráð starfar við Vest-End og í því sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félagsmiðstöðvarráð hefur það hlutverk að skipuleggja og halda utan um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við forstöðumann.

Félagsmiðstöðin býður upp á akstur frá öðrum hverfum, sem auglýstur er með fyrirvara.

 

Opnunartími er sem hér segir:
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 19.30-21.30
Föstudaga frá kl. 20.30-23.00

Sími: 450 2378
unglingar@vesturbyggd.is

 

Útivistarreglur

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessi miðast við fæðingarár.

 

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is