Hafnir í Vesturbyggð

Ísland - Vesturbyggð
Ísland - Vesturbyggð

 

Bíldudalshöfn

Bryggjukantar eru 400 m, þar af er hafskipakantur 80 m, dýpi við hafskipakant er 10 m. Flotbryggja er fyrir smábáta, á flotbryggju er olíudæla fyrir smábáta. Olía til stærri skipa er afgreidd á hafskipakanti og til minni fiskiskipa í bátahöfninni.

 • Vatn er selt til fiskiskipa samkvæmt lönduðum afla, til annarra skipa samkvæmt mælingu.

 • Talstöðvar eru á kallrás 16, vinnurás hafnarvarða er 11.
 • Lega hafnarkanta er til vesturs þegar inn fjörðin er komið.
 • Lóðs er í boði fyrir skip sem þess óska.
 • Skipakomu þarf að tilkynna með minnst 24 tíma fyrirvara.
 • Ísþjónusta er í boði hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar, sími: 456 1331 / 895 8931.
 • Útgerðarvörur eru einnig seldar hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar.
 • Löndunarþjónusta er hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar, sími: 456 1331 / 895 8931 og Jóni Þórðarsyni síma 894 1684 netfang jth@snerpa.is. Kranar eru tveir, annar er á fiskiskipahöfn 1,5 tonn og 50 tonna færanlegur krani.

Skipalægi er á ytri höfn

65,41,380  n
23,35,095  w

 

Sorpgámar eru á bryggjum fyrir brennanlegt sorp frá fiskiskipum, með annað sorp verður að hafa samband við hafnarverði eða Gámaþjónustu Vestfjarða í síma 892 5579.

Höfnin er opin allan sólarhringinn en almennur vinnutími starfsmanna er frá kl. 8 til 17.
Sími hafnarinnar og bakvaktasími er 861 7742, 450 2368, netfang bld@vesturbyggd.is.

 

Brjánslækjarhöfn

Bryggjukantar eru 78 m, mest dýpi við kant er 4 m á 43 m kafla (ferjubryggja). Flotbryggja er fyrir smábáta. Olíudæla er fyrir smábáta, stærri bátar eru afgreiddir við ferjubryggju.

 • Einn krani með lyftigetu 0,8 tonn og færanlegur krani með lyftigetu 50 tonn.
 • Löndunar- og ísþjónusta er hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar, sími 456 1331 / 895 8931
  Fiskmarkaður Patreksfjarðar selur einnig útgerðarvöru.
 • Sorpgámar eru á bryggju fyrir minniháttar sorp frá fiskiskipum, með annað sorp þarf að hafa samband við hafnarvörð eða Gámaþjónustu Vestfjarða í síma 892 5579.
 • Vatn er selt til fiskiskipa samkvæmt lönduðum afla, til annarra skipa samkvæmt mælingu.

Hafnarvörður er í símum 456 2049 og 866 2039 og fax er 456 2049, netfang hakon@vesturbyggd.is

 

Haukabergsvaðall

Haukabergsvaðall er einkahöfn en hafnarstjórn Vesturbyggðar ber ábyrgð á að til staðar sé löggilt vog og sér um skráningar til Fiskistofu.

 

Patreksfjarðarhöfn

Bryggjukantar eru 629 m, þar af er hafskipakantur 170 m, dýpi við hafskipakant er 7m-7,50m. Staðsetning Patreksfjarðar er 65°35'N, 24°00'W.

Trébryggja er fyrir meðalstóra fiskibáta og flotbryggja fyrir smábáta. Flutningaskip og tankskip leggjast við hafskipakant ásamt stærri fiskiskipum sem koma til að taka olíu. Olíudælur fyrir smábáta eru tvær, önnur fiskiskip eru afgreidd með olíu og olíuvörur á hvaða bryggju sem er.

Skipalægi eru tvö í firðinum, annarsvegar út af Örlygshöfn og hinsvegar innanvert við Vatneyrina, dýpi um 18 metrar.

 • Höfnin er opin allan sólarhringinn, almennur vinnutími starfsmanna er 8- 17, sími hafnarinnar er 456 1259 / 861 7743. Svarað er í bæði númer allan sólarhringinn.
 • Talstöðvar eru á kallrás 16, vinnurás hafnarvarða er 11.
 • Skipakomu þarf að tilkynna með minnst 24 tíma fyrirvara.
 • Vatn er selt til fiskiskipa samkvæmt lönduðum afla, til annarra skipa samkvæmt mælingu.
 • Lóðs er í boði fyrir skip sem þess óska.
 • Innsigling til hafnarinnar er í norður, inn í rennu sem er 60 m á breidd miðað við hálf fallið.
 • Kranar eru tveir, 0,8 tonn og 50 tonna færanlegur krani. 
 • Sjávarföll: Stórstreymi 5 metrar, smástreymi 2.5 metrar.

Gámavöllur er á hafskipakanti. Sorpgámar eru á bryggjum fyrir minniháttar sorp frá fiskiskipum, með annað sorp verður að hafa samband við hafnarverði. Gámaþjónusta Vestfjarða, sími 892 5579.

 • Ísþjónusta er í boði hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar, sími: 456 1331 / 895 8931 og hjá Odda hf., sími 450 2109 / 892 2203.
 • Löndunarþjónusta er hjá Fiskmarkaði Patreksfjarðar, sími 456 1331 / 895 8931.

 

Áætlanir um móttöku sorps frá skipum.

Patrekshöfn

Bíldudalshöfn

Brjánslækjarhöfn

 

 

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is