Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir u.þ.b. 1 mánuði síðan.

Bjarg­tangar — Gengið með land­vörðum

  • laugardaginn 3. ágúst kl. 13:00–14:00

  • Bjargtangarviti við Látrabjarg
    Sjá á korti

✨ Bjargtangar: Lífsbarátta fuglanna í Látrabjargi ✨
Gengið með landvörðum á sunnanverðum Vestfjörðum 🥾🥾
Landvörður í friðlandinu Látrabjargi býður áhugasömum í stutta fræðslugöngu á Bjargtöngum þar sem fjallað verður um fuglana sem hreiðra um sig í bjarginu á sumrin og lifnaðarhætti þeirra. Látrabjarg er gjarnan talið stærsta fuglabjarg í Evrópu.
Gangan hefst við vitann á Bjargtöngum en þaðan verður gengið áleiðs upp eftir brún bjargsins og þátttakendum gefst færi á að hlýða á landvörð og spyrja hann spurninga.
Nausynlegt er að búa sig eftir veðri og vera sæmilega skóaður, ekki er verra að taka með sér kíki og landvörður verður með handbækur í för sem dregnar verða fram ef veður hangir þurrt.
Áætlað er að ganga taki rúma klukkustund og hún er tiltölulega auðveld og flestum fær þó bjargið sé aðeins á fótinn.
Vegalengd: 1 km
Tími: 1 klst
Búnaður: Fatnaður eftir veðri
Nánar um náttúruverndarsvæði á Vestfjörðum:
https://ust.is/…/natturuver…/fridlyst-svaedi/vestfirdir/
Skoða viðburð á Facebook