Hoppa yfir valmynd

Mugi­son­tón­leikar á Bíldudal

  • föstudaginn 29. nóvember kl. 20:00–22:00

  • Bíldudalskirkja
    Sjá á korti

Kæru Bíldælingar – ætla að sprella í Kirkjunni öll mín bestu lög ❤️ Vona svo sannarlega að þú komist í stuðið.
Ég er í geggjuðu Tónleika-Maraþoni, ætla að spila í 100 Kirkjum í 100 Póstnúmerum á innan við ári. Hef lengi verið heillaður af öllum þessum kirkjum, þær eru út um allt – í sveitunum, bæjum og öllum hverfum – allstaðar er kirkja – svo fallegar, dulafullar, kósý og spennandi.
Ég elska að spila í kirkjum það er eitthvað svo skemmtilega öfgafullt – einsog sum sönglög verði brothættari og fallegri og önnur ýkjast í hina áttina verða gróf og brussuleg. Ég er búinn að sérhanna svið, ljós og hljóðbúnað fyrir þetta tilefni. Verð einn með nokkra gítara, nikku, trommur og kirkjuorgel framtíðarinnar.
Hlakka mjög mikið til að hitta þig í Bíldudalskirkju.
.
Stuðkveðja, Mugison.
Tónleikarnir eru um 60 mínútur
Verð:
4.500 kr í forsölu
5.000 kr við hurð
Skoða viðburð á Facebook