Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi viðburður endaði fyrir meira en 2 ári síðan.

YLJA - Tónleikaröð FLAK

FRÍTT inn í boði FLAK

Söngfuglarnir úr Ylju, Bjartey og Gígja ætla að vera á FLAK 23. júlí og fylla hjörtun af ómþýðum söng og hugljúfum gítarleik eins og þeim einum er lagið. Dagskráin samanstendur af þeirra helstu lögum í bland við þjóðlögin sem þær hafa sveipað sínum einstaka,,Ylju-blæ“ – ásamt því að henda í nokkrar af þeirra uppáhalds ábreiðum héðan og þaðan af.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 & allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Ylja var stofnuð af þeim Guðnýju Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur árið 2008 og hefur hljómsveitin vakið verðskuldaða athygli tónlistarunnenda fyrir nýstárlega þjóðlagatónlist sína undanfarin ár og eiga nokkrar tilnefningar til íslensku Tónlistarverðlaunanna að baki. Báðar hafa þær m.a. verið tilnefndar til verðlauna sem söngkona ársins og eru þekktar fyrir draumkenndan gítarleik sem hljómar fallega undir blíðar raddirnar.

Skoða viðburð á Facebook