Bláfáninn
Patrekshöfn og Bíldudalshöfn eru handhafar Bláfánans, alþjóðlegrar umhverfisviðurkenningar sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum. Hafnirnar hafa verið handhafar Bláfánans óslitið frá 2013.
Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum og er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað, umhverfi og öryggi.
Hér til hliðar má nálgast upplýsingar um umhverfisverkefni hvers árs sem unnin eru í tengslum við Bláfánann. Einnig má sjá frekari upplýsingar um bláfánann á alþjóðlegri heimasíðu bláfánans.