Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Myndir af uppbygg­ingu ofan­flóða­varn­ar­garða

Suður­verk, aðal­verktaki við bygg­ingu nýrra ofan­flóða­varn­ar­garða á Patreks­firði, í samvinnu við Vest­ur­byggð hefur ákveðið að opna fyrir myndavef sinn af fram­kvæmdum við varn­ar­garð­anna Urðar­gata-Mýrar Patreks­firði. Íbúum og öðrum er frjálst að skoða, nota og deila þeim myndum sem þarna eru.


Skrifað: 15. desember 2021

Fréttir

Vesturbyggð mun einnig bjóða íbúum og gestum í stutta gönguferð milli jóla og áramóta um framkvæmdasvæðið, en tímasetning þeirra ferðar verður auglýst síðar. Gönguferð um svæðið er háð veðri þar sem hættulegt getur verið að fara um vinnusvæði um þessar mundir.

Framkvæmdir munu liggja niðri um hátíðir vegna jólaleyfis starfsmanna Suðurverks.

Vesturbyggð vill nota þetta tækifæri til að óska starfsfólki Suðurverks gleðilegra hátíðar og þakka fyrir einstaklega gott samstarf á árinu sem er að líða.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300