Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

17. júní á Bíldudal

Hæ, hó og jibbí jei! Bæjar­búum er boðið í Skrímsla­setrið til að halda upp á þjóð­há­tíð­ardag okkar Íslend­inga laug­ar­daginn 17. júní næst­kom­andi.


Skrifað: 14. júní 2023

Dagskrá

12:00 – Gítarkvartetttónleikar í Bíldudalskirkju. Leikin verða létt og skemmtileg verk útsett fyrir fjóra gítara. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

14:00 – Hátíð á Skrímslasetrinu

  • Seldar verða kaffiveitingar og 17. júní varningur.
  • Fjallkona flytur ljóð.
  • Hátíðarræða.
  • Bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2023 tilkynntur.
  • Ókeypis inn á safnið.
  • Karamellukast fyrir börnin.
  • Partýtjöld á pallinum.
Tónleikar í Bíldudalskirkju 17. júní