Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

65. Fjórð­ungs­þing Vest­firð­inga 9. og 10. október

Á laug­ar­daginn lauk 65. Fjórð­ungs­þingi Vest­firð­inga – haust­þing, sem fór fram með óhefð­bundnu sniði, þar sem þingið var haldið í gegnum fjar­fund.


Skrifað: 12. október 2020

Fréttir

Þingforseti var Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvík. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga ávarpaði þingið ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni og formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldísi Hafsteinsdóttur.

Þá var lögð fram skýrsla samgöngu- og fjarskiptanefndar, sem nálgast má hér.

Lagðar voru fyrir þingið nokkrar ályktanir og fóru nefndarstörf fram á laugardag. Voru umræður góðar og markvissar og afgreiðsla mála skilvirk.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga var kosin og hana skipa eftirtaldir fulltrúar:

  • Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ
  • Þórir Guðmundsson, Ísafjarðarbæ
  • Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð
  • Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvík
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppi

Formaður stjórnar var kosinn Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ en samkomulag var á þinginu um að Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólapreppi taki við sem formaður stjórnar frá 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga – haustþingi og út kjörtímabilið.

Á þinginu var einnig kosið í Samgöngu- og fjarskiptanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga og hana skipa eftirtaldir fulltrúar:

  • Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð, formaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Tálknafjarðahrepp
  • Jón Gísli Jónsson, Strandabyggð
  • Steinn Ingi Kjartansson, Súðavíkurhreppur
  • Sigurður J. Hreinsson, Ísafjarðarbær

Nánari upplýsingar um 65. Fjórðungsþing Vestfirðinga – haustþing, má nálgast hér á heimasíðu Vestfjarðastofu.