Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Aðal­bókari - Sýslu­mað­urinn á Vest­fjörðum

Sýslu­mað­urinn á Vest­fjörðum auglýsir laust til umsóknar starf aðal­bókara við embættið. Starfs­hlut­fall er 60-100% eftir nánara samkomu­lagi um hvort öðrum verk­efnum verði sinnt jafn­hliða bókara­starfi.


Skrifað: 12. desember 2023

Starfsauglýsingar

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Æskileg starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Patreksfirði en einnig má sinna starfinu á skrifstofu embættisins á Hólmavík eða Ísafirði.

Um vinnustaðinn

Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum á Vestfjörðum sem heyra undir ríkisvaldið. Undir embættið heyra þrjár skrifstofur; á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Starfsmenn eru 16 í 13,5 stöðugildum. Verkefni embættisins eru fjölbreytt og áhugaverð og kalla á mikil og góð samskipti við viðskiptavini.

Sýslumenn eru í fremstu röð í stafrænni stjórnsýslu og hafa metnað til að veita skjóta og góða þjónustu.

Hjá embættinu er lagt upp úr góðum starfsanda og vinnuaðstöðu, símenntun og sveigjanleika í starfi.

Nánar má fræðast um embætti sýslumanna á vefnum www.island.is á slóðinni www.syslumenn.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi embættisins og afstemmingum
 • Annast mánaðarlegt uppgjör
 • Gerð rekstraráætlana
 • Innra eftirlit
 • Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun og íslenskukunnátta
 • Reynsla af bókhaldsstörfum æskileg
 • Einhver þekking og reynsla af reikningshaldi og áætlanagerð
 • Þekking og kunnátta á helstu tölvukerfi
 • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Nákvæmni, frumkvæði, ábyrgðartilfinning, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2023

Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Sameykis. Starfshlutfall er 60 til 100% eftir samkomulagi. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá með upplýsingum um m.a. menntun, fyrri störf og umsagnaraðila, sem og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti til:

Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður, netfang jg@syslumenn.is, s. 458 2400 og

Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, netfang hdk@syslumenn.is, s. 458 2400,

sem jafnframt veita nánari upplýsingar um starfið.