Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Aðal­skipulag Vest­ur­byggðar

Forkynn­ingu á skipu­lagstil­lögu aðal­skipu­lags Vest­ur­byggðar til 2030 er nú lokið og bárust fjöl­margar gagn­legar ábend­ingar og athuga­semdir við tillöguna. Bæjar­stjórn fjallaði um ábend­ing­arnar og skipu­lagstil­löguna á síðasta fundi sínum 9. desember sl.


Skrifað: 15. desember 2020

Fréttir

Bæjarstjórn vill þakka öllum þeim íbúum og hagsmunaaðilum sem skiluðu athugasemdum, kærlega fyrir góðar ábendingar og tillögur. Unnið verður áfram úr ábendingunum og í framhaldinu verður skipulagstillagan auglýst og gefst þá tækifæri á að koma að frekari athugasemdum og ábendingum um tillöguna.

Í upphafi nýs árs munu svo fara fram rafrænir samráðsfundir, þar sem íbúum gefst tækifæri á að ræða aðalskipulagið, koma á framfæri athugasemdum og ábendingum sem og spyrja spurninga. Vegna kórónuveirufaraldursins er gert ráð fyrir að fundirnir verði haldnir með rafrænum hætti og verða þeir hverfaskiptir. Nánari upplýsingar um fundina verða birtar á nýju ári á heimasíðu Vesturbyggðar og á Facebook.