Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Aðgerðir Vest­ur­byggðar vegna Covid-19

Samþykkt var 893. fundi bæjar­ráðs Vest­ur­byggðar að gera breyt­ingar á gjald­dögum fast­eigna­gjalda á árinu 2020 í samræmi við lög um breyt­ingu á ýmsum lögum til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­aldurs Covid-19 sem samþykkt voru á alþingi 30. mars sl.


Skrifað: 2. apríl 2020

Fréttir

Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi gefst færi á að sækja um frestun á greiðslu á allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færist þá aftur á fyrstu mánuði ársins 2021.  Hægt er að sækja um frest með því að senda tölvupóst á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til eru eftirfarandi:

  • Ekki verður verða innheimt gjöld fyrir þjón­ustu sem ekki er innt af hendi vegna útbreiðslu Covid-19.
  • Þar sem Íþróttamiðstöðvar munu verða lokaðar í óákveðinn tíma, þá verða áskriftarkort sem nú er í gildi framlengd sem lokun nemur.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar mun áfram skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu, fylgjast með aðgerðum ríkisstjórnar og annara sveitarfélaga ásamt því að fylgja leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.