Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Áform um frið­lýs­ingu

Umhverf­is­stofnun, ásamt samstarfs­hópi sem vinnur að undir­bún­ingi frið­lýs­ingar, kynnir áform um stofnun þjóð­garðs á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, skv. 47. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga nr. 60/2013. Svæðið nær m.a. til Dynj­anda, Geir­þjófs­fjarðar, Surt­ar­brands­gils, Vatns­fjarðar og Hrafns­eyrar.


Skrifað: 3. nóvember 2020

Fréttir

Áform um friðlýsingu skulu kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga. Gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 2. janúar 2021. Samhliða auglýsingu um áform um friðlýsingu er óskað eftir tillögum að nafni fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð.

Frekari upplýsingar um ýmis mál tengd friðlýsingunni, t.d. náttúru- og menningarminjar, samgöngu- og innviðamál, umsjón, stjórnun, samfélagsleg áhrif o.fl. má finna hér.