Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Álagning fast­eigna­gjalda 2020

Álagn­ingu fast­eigna­gjalda fyrir árið 2020 er lokið og hafa álagn­ing­ar­seðlar verið sendir á lögheimili fast­eigna­gjalda­greið­enda. Á heima­síðu Vest­ur­byggðar geta fast­eigna­eig­endur farið inn í „íbúagátt“ hægra megin á forsíðu til að skoða álagn­ingu fast­eigna­gjalda og gjald­daga þeirra. Álagn­ing­ar­seðill fast­eigna­gjalda er einnig aðgengi­legur á island.is ásamt öllum breyt­ing­ar­seðlum þar á eftir.


Skrifað: 3. febrúar 2020

Gjaldskrá og reglur um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er að finna hér fyrir neðan, ásamt reglum um styrkveitingu til félagasamtaka.

Þann 24. september 2019 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að leggja 2% landverð á jarðeigendur í Vesturbyggð, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma. Þetta gjald er innheimt samhliða fasteignagjöldum 2020. Sjá nánar hér undir lið 2.

Fasteignagjöld sem eru yfir kr. 45.000 greiðast með 9 jöfnum greiðslum á mánaðar fresti, fyrsti gjalddagi er 1. febrúar. Fasteignagjöld kr. 45.000 og lægri eru innheimt með einum gjalddaga 1. febrúar. Fasteignagjöld verða innheimt í netbönkum.

Ef ekki er greitt fyrir eindaga, sem er í lok mánaðar, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Gjöld eru lögð á fasteignir og lóðir samkvæmt eftirfarandi álagningarreglum og stuðlum:

Gjald                                     Íbúðir                         Aðrar eignir
Fasteignaskattur                    0,45%                            1,32% / 1,65%
Lóðarleiga                               3,75%                                     3,75%
Vatnsgjald                               0,40%                                    0,50%
Fráveitugjald                          0,40%                                    0,40%
Sorpgjald                              62.300 kr.                          Sjá gjaldskrá

Fasteignaskattur, vatnsgjald og fráveitugjald eru reiknuð út frá fasteignamati húss og fasteignamati lóðar.

Lóðarleiga er reiknuð út frá fasteignamati lóðar

Sorpgjald í þéttbýli er kr. 62.300 og skiptist gjaldið í kr. 21.200 fyrir sorphirðu, kr. 33.300 fyrir sorpeyðingu og kr. 7.800 fyrir blátunnu.

Sorpeyðingargjald kr. 24.200 er lagt á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu.

Klippikort: Hver íbúðareigandi fær afhent klippikort á bæjarskrifstofunum fyrir 4m3 af sorpi til eyðingar á sorpmóttökustöðvum á Patreksfirði og Bíldudal.

Greiðsluseðlar eru ekki sendir með bréfpósti en birtast undir rafræn skjöl í heimabanka.

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur tekjutengdur afsláttur (sjá reglur) af fasteignaskatti og fráveitugjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn að hámarki kr. 102.400 er tekjutengdur.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@vesturbyggd.is eða í síma 450 2300. Meðal annars er hægt að:

  • Óska eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða ekki sendir út til greiðenda sem fæddir eru eftir árið 1948
  • Senda inn erindi vegna fasteignagjalda
  • Senda inn kærur vegna fasteignagjalda
  • Senda inn umsókn um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum
  • Senda inn umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega vegna fráfalls maka á árinu 2019

Kæru- og umsóknafrestur er til 15. mars 2020.