Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Álagning fast­eigna­gjalda 2021

Álagn­ingu fast­eigna­gjalda fyrir árið 2021 er lokið og eru álagn­ing­ar­seðlar nú aðgengi­legir á íbúagátt sem hægt er að finna efst á heima­síðu Vest­ur­byggðar. Álagn­ing­ar­seðill er einnig aðgengi­legur á island.is ásamt öllum breyt­ing­ar­seðlum þar á eftir.

 


Skrifað: 25. janúar 2021

Auglýsingar, Fréttir

Gjaldskrá og reglur um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er að finna hér neðst í fréttinni, ásamt reglum um styrkveitingu til félagasamtaka.

Þann 24. September 2019 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að leggja 2% landverð á jarðeigendur í Vesturbyggð, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma. Þetta gjald er innheimt samhliða fasteignagjöldum.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á innheimta@vesturbyggd.is eða í síma 450 2300. Meðal annars er hægt að:

  • Óska eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða ekki sendir út til greiðenda sem fæddir eru eftir árið 1949
  • Senda inn erindi vegna fasteignagjalda
  • Senda inn kærur vegna fasteignagjalda
  • Senda inn umsókn um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum
  • Senda inn umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega vegna fráfalls maka á árinu 2020

Kæru- og umsóknafrestur er til 15. mars 2021.

Fasteignagjöld sem eru yfir kr. 45.000 greiðast með 9 jöfnum greiðslum á mánaðar fresti, fyrsti gjalddagi er 1. febrúar. Fasteignagjöld kr. 45.000 og lægri eru innheimt með einum gjalddaga 1. febrúar. Fasteignagjöld verða innheimt í netbönkum.

Sorpkort: Hver íbúðareigandi fær afhent klippikort í Ráðhúsi Vesturbyggðar á Patreksfirði eða í áhaldahúsinu á Bíldudal fyrir 4 rúmmetrum af sorpi til eyðingar á sorpmóttökustöðvum á Patreksfirði og Bíldudal.