Alþingiskosningar 2024
Kosningar til Alþingis í Vesturbyggð
Skrifað: 22. nóvember 2024
Kosið verður laugardaginn 30.nóvember 2024 sem hér segir:
- Patreksfjörður – Kosið í Félagsheimili Patreksfjarðar. Kjördeildin opnar kl. 10:00.
- Bíldudalur – Kosið í félagsheimilinu Baldurshaga. Kjördeildin opnar kl. 10:00.
- Krossholt – Kosið í Birkimelsskóla á Barðaströnd. Kjördeildin opnar kl. 10:00.
- Tálknafjörður – Kosið í Tálknafjarðarskóla. Kjördeildin opnar kl. 10:00.
Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.
Rafrænn aðgangur að kjörskrá má nálgast á vef Þjóðskrár auk þess sem kjörskrá liggur frammi í Ráðhúsi Vesturbyggðar á skrifstofutíma.
Lokun kjörstaða
Samkvæmt 91. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 má ekki slíta kjörfundi fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að hann hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma eiga þó rétt á að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í ráðhúsi Vesturbyggðar á meðan á kosningu stendur.
Yfirkjörstjórn:
Finnbjörn Bjarnason
Sigurvin Hreiðarsson
Edda Eiríksdóttir