Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Áramóta­brennur í Vest­ur­byggð

Áramóta­brennur munu fara fram í Vest­ur­byggð þessi áramót, kveikt verður í brennum kl. 20:30, stað­setn­ingar verða í gryfju við Völu­völl Bíldudal og í Geirs­eyr­ar­múla Patreks­firði. Óheimilt er að koma saman við brenn­urnar vegna gild­andi sótt­varn­a­reglna.


Skrifað: 28. desember 2021

Fréttir

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með brennunum úr bílum, frá heimilum eða úr góðri fjarlægð en hópamyndun er óheimil. Mikilvægt er að íbúar virði þessi tilmæli og gæti að sóttvörnum.

Í reglugerð sem er í gildi varðandi sóttvarnir er kveðið á um að hámarksfjöldi aðila sem koma saman sé 20 manns hvort sem er innan- eða utandyra og að tryggt skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga, sem ekki eru í nánum tengslum.

Brennur bæði á Bíldudal og Patreksfirði munu sjást vel frá þeim stöðum þar sem kveikt verður í og unnt er að leggja farartækjum á nokkrum stöðum til að fylgjast með.