Hoppa yfir valmynd

Áramóta­brennur

Gamla árið verður kvatt með áramóta­brennum kl. 20:30 þann 31. desember. Brenn­urnar verða annars vegar í gryfju við Völu­völl á Bíldudal og hins vegar í Geirs­eyr­ar­múla á Patreks­firði. Allir velkomnir.


Skrifað: 30. desember 2023

Vesturbyggð vill jafnframt minna á, nú þegar áramótagleði gerir vart við sig og íbúar hópast til að skjóta gamla árið burt, að við gleymum því ekki að gæludýr geta orðið hrædd og fælst í burtu frá eigendum sínum í látunum.

Því er mikilvægt að gæta að því að hálsólar séu á gæludýrum með greinilegri merkingu, þannig að hægt sé að hafa samband við eiganda ef þörf er á. Við biðlum einnig til gæludýraeigenda að gæta að því að dýrin eiga að vera í taum.