Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Arnarlax gefur björg­un­ar­vesti fyrir börn

Bíldu­dals­höfn og Patreks­höfn fengu í gær afhent 25 björg­un­ar­vesti að gjöf. Vestin eru sérhönnuð fyrir börn og tilgang­urinn er að auka öryggi hafn­ar­svæð­anna í sveita­fé­lög­unum. Hafnir eru algeng leik­svæði barna í sjáv­ar­byggðum en geta um leið reynst þeim mjög hættu­legar.


Skrifað: 1. júní 2022

Fréttir

Nýju barnavestin uppfylla ströngustu staðla og vottanir um öryggi en þau verða geymd á áberandi stað í merktum körum á hafnarsvæðum sveitarfélaganna.

Það er fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem gaf vestin en fyrirtækið er umsvifamikið á Vestfjörðum og er með hafnsækna starfsemi á þremur ólíkum stöðum í landshlutanum.

„Með þessari gjöf viljum við stuðla að öryggi barna á hafnarsvæðunum en mikið er um að ungir veiðimenn leggi leið sína á bryggjurnar, ekki síst á sumrin og á fallegum vordögum eins og undanfarið. Á sama tíma er þar oft mikil umferð, það getur verið hált og ekki víst að fólk verði þess alltaf var ef einhver fellur í höfnina,“ segir Silja Baldvinsdóttir gæðastjóri Arnarlax.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, Björn Hembre, forstjóra Arnarlax og Silju Baldvinsdóttur gæðastjóra Arnarlax við afhendingu vestanna, en sonur Silju, Magnús Kristján, mátaði eitt björgunarvestanna sem verða framvegis til taks fyrir hann og önnur börn sem koma til dorga á hafnarbakkanum

Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun