Árshátíðir grunnskólanna 2024
Uppskeruhátíðir sköpunarlotu verða haldnar með árshátíð grunnskólanna fimmtudaginn 21. mars.
Árshátíð Patreksskóla verður haldin í félagsheimili Patreksfjarðar, húsið opnar með sýningu á sköpun nemenda klukkan 16:15 og sýning á sviði hefst kl. 16:45. Aðgöngumiðinn kostar 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn. Foreldrafélagið sér um kaffiveitingar.
Árshátíð Bíldudalsskóla verður haldin í félagsheimilinu Baldurshaga, húsið opnar kl. 16:00 og sýning hefst kl. 16:30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir leik- og grunnskólabörn. Kaffiveitingar verða í boði foreldrafélagsins. Nemendur mið- og unglingastigs munu selja skólablaðið Vorboðann á litlar 2.500 kr.
Öll hjartanlega velkomin.