Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Árvekni­átak um fata­sóun

Vest­ur­byggð og Umhverf­is­stofnun standa fyrir sameig­in­legu árvakni­átaki um fata­sóun með það að mark­miði að vekja fólk til umhugs­unar. Talið er að fata­sóun sé fjórða stærsta umhverf­isógnin í dag og geta allir lagt sitt af mörkum til að sporna við því.


Skrifað: 25. febrúar 2019

Auglýsingar

Átakið felur í sér þrjá viðburði og eru þeir allir þátttakendum að kostnaðarlausu. Viðburðirnir eru eftirfarandi:

  • 26. febrúar kl. 19:30: sýning á heimildamyndinni The True Cost í Skjaldborgarbíói. Eftir sýninguna verður boðið upp á spjall við Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðing Umhverfisstofnunar á sviði græns samfélags. Ath að myndin er ekki með íslenskum texta.
  • 13. mars kl. 20: viðgerðakvöld á bókasafninu Patreksfirði. Sólveig Ásta kennir áhugasömum einfaldar fataviðgerðir. Einnig verður sagt frá sýnilegum viðgerðum og sýnd dæmi.
  • 16. mars kl. 14: fataskiptimarkaður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Komdu með fötin sem þú vilt ekki nota lengur og fáðu eitthvað nýtt í staðinn.