Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Auglýst er eftir aðilum í nefnd fyrir 17. júní

Í ljósi þess að fyrir liggur að gild­andi takmark­anir á samkomum hefur verið hækkað upp í 200 manns ásamt breyt­ingum á 2 metra fjar­lægð­ar­mörk­unum, sér Vest­ur­byggð fram á að hægt sé að halda hátíð­ar­höld í tilefni af 17. júní.


Skrifað: 26. maí 2020

Vesturbyggð auglýsir því eftir 2-3 áhugasömum aðilum til þess að sitja í 17. júní nefnd í samstarfi við menningar- og ferðamálafulltrúa.

Áhugasamir hafi samband við menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir 2. júní 2020.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335