Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Auglýst er eftir iðju­þjálfa/þroska­þjálfa

Vest­ur­byggð auglýsir eftir iðju­þjálfa/þroska­þjálfa til starfa í grunn- og leik­skólum Vest­ur­byggðar. Um er að ræða afleys­ingastarf í eitt ár.


Skrifað: 1. júlí 2021

Starfsauglýsingar

Vesturbyggð er samsett af tveim byggðarkjörnum, Bíldudal og Patreksfirði og er grunnskóli og leikskóli á hvorum stað. Starfið felur í sér að starfa með börnum í þessum skólum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna með nemendum sem búa við margvísleg fjölþætt vandamál
  • Gerð einstaklings- og hópáætlana fyrir nemendur og eftirfylgd með þeim
  • Starfar í teymi með foreldum og kennurum
  • Skipuleggur starf með nemanda í samráði við umsjónakennara

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar eða iðjuþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum með margvíslegan vanda
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Reynsla af teymisvinnu kostur

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2021

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Arnheiður Jónsdóttir arnheidur@vesturbyggd.is / 450 2300