Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Auglýst er eftir starfsmanni í Eyrasel
Starfssvið
Starfið er unnið tvo daga í viku; þriðjudaga og fimmtudaga eftir hádegi. Starfsmaður sinnir ýmsum störfum sem falla til vegna félagsstarfs aldraðra s.s. sjá um kaffiveitingar, taka á móti fólki og sjá um afþreyingu ásamt öðru sem til fellur í samráði við forstöðumann Eyrasels.
Hæfnis- og menntunarkröfur
- Ekki er gerð krafa um menntun
- Reynsla af störfum með eldri borgurum kostur
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð hæfni í samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2021
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Eyrasels, Guðný Ólafsdóttir í síma 450 2370 eða á netfangi eyrasel@vesturbyggd.is